Arctic Fish: mikil umsvif á Ísafirði vegna slátrunar eldislax

Mikil umsvif eru við Ísafjarðarhöfn þessa dagana vegna slátrunar á 4000 tonnum af eldislaxi úr kvíum í Dýrafirði. Þar sem sláturhúsið á Bíldudal er þegar starfrækt á fullum afköstum og nýja sláturhúsið í Bolungavík er ekki tilbúið var norska vinnsluskipið Norwegian Gannet fengið til landsins. Fiskinum er dælt upp í skipið úr kvíunum og slátrað og síðan landað á Ísafirði og keyrt til pökkunar bæði til Grindavíkur, Djúpavogs, Patreksfjarðar og víðar.

Á sex vikna tímabili er slátrað um 4000 tonnum. Um 16 flutningabílar eru í stöðugum akstri allan sólahringinn, alla daga vikunnar og á annað hundrað manns koma að pökkun á þessum stöðum segir Arctic Fish í frétt um málið.

Allmörg fyrirtæki koma að þessu svo sem Vísir hf, Búlandstindur ehf, Oddi hf, Glanni, Seborn, Havline, Ísinn, Pescatech,

Tempra, Sjótækni, Baader og Skaginn 3x.

Útbúin hefur verið aðstaða á Ísafirði og tjaldað yfir þar sem flokkun fer fram.
DEILA