19 útgerðarmenn kæra afgreiðslu á sérreglum Ísafjarðarbæjar um byggðakvóta

Til viðbótar frá kærum frá tveimur útgerðarmönnum í Ísafjarðarbæ, Sigfúsi Bergmann Önundarsonar og Guðmundi Gísla Geirdal hafa borist kærur frá 19 öðrum útgerðarmönnum. Voru kærurnar sendar til Innviðaráðuneytisins sem framsendi þær til Ísafjarðarbæjar og voru þær lagðar fram á fundi bæjarráðs í gær.

Eru nýju kærurnar efnislega samhljóða þeim tveimur sem áður voru komnar fram.

Er gerð athugasemd við málsmeðferð og telja kærendur að stjórnsýslulög hafi verið brotin og verklagsreglur ekki virtar og því hafi umsögn þeirra ekki verið tekin til efnislegrar umfjöllunar hjá Ísafjarðarbæ. Bæjarstjórn hafi afgreitt reglurnar 3. janúar en skilafrestur umsagna hafi verið til 2. janúar og þær hafi svo átt að taka fyrir í bæjarráði , sem fyrst gat orðið 4. janúar en var svo ekki gert. „Engin fylgigögn varðandi þær 7 umsagnir sem bárust voru lagðar fram og því er ekki hægt að álykta að bæjarstjórn hafi tekið upplýsta ákvörðun.“ segir í kærunum.

Þá segir í kærunum að ætla megi að bæjarstjóri sé vanhæfur vegna stjórnarsetu í Hvetjanda og jafnvel bæjarstjórn öll, en Ísafjarðarbær er hluthafi í Hvetjanda eignarhaldsfélagi sem aftur á hlut í nokkrum félögum sem hafa fengið byggðakvóta.

Kærendurnir eru:

Sæbjartur ehf Lára VI 2486
Blönduósingur ehf Kambur 6814
Gnýr HU-14, útgerð ehf. Afi 1932
Alli Vill ehf. Mæja Odds 6230*
Falkvard ehf Falkvard 2493
Björn Bergson Ógnarbrandur 6083
Áral sf Bjartmar 6131
Bogga ehf Rún 2126

Mánasól ehf Björg Jóns 7170
Einn Ás ehf Einn ás 1871
Sæmundur fróði ehf Gunni Ben 7228
Ólinonni ehf Blikanes 7116
V 80 Leigufélag slf Aletta 2529
Árni Erling Sigmundsson Máni 5183
La – Or ehf Höski úr Nesi 6652
RSG útgerð ehf Eva Björt 2086
Dúddi 2064
Planhús ehf Gjafar 1929

Gísli Páll Guðjónsson eigandi Ak88ehf

Kærurnar voru lagðar fram til kynningar.