Viðmiðunarfjárhæða vegna félagslegra leiguíbúða hækkar

Leiguíbúðir við Þjóðólfsveg í Bolungarvík.

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur gefið út uppfærðar viðmiðunarfjárhæðir tekju- og eignamarka vegna félagslegra leiguíbúða fyrir árið 2023.

Um er að ræða tekju- og eignamörk leigjenda félagslegra leiguíbúða sem fjármagnaðar voru með lánum frá Íbúðalánasjóði á grundvelli þágildandi 1. mgr. 37. gr. laga um húsnæðismál fyrir 10. júní 2016 en þá tók við nýtt fyrirkomulag fjármögnunar slíkra íbúða með stofnframlögum á grundvelli laga um almennar íbúðir.

Frá og með 1. janúar 2023 eru uppreiknuð tekju- og eignamörk leigjenda slíkra félagslegra leiguíbúða (skv. 1. og 2. mgr. 37. gr. laga um húsnæðismál) eftirfarandi:

  • Árstekjur einstaklings: 6.632.000 kr.
  • Árstekjur fyrir hvert barn að 20 ára aldri sem býr á heimilinu: 1.658.000 kr.
  • Árstekjur fyrir hjón og sambúðarfólk: 9.286.000 kr. 
  • Eignamörk verða: 7.158.000 kr.
DEILA