Vélsmiðjan Þristur: Óli Reynir hættir í dag eftir rúmlega 50 ára starf

Óli Reynir Ingimarsson ásamt eiginkonu sinni Bjarneyju Guðmundsdóttur.

Starfsmenn Vélsmiðjunnar Þrist gerðu sér dagamun í dag af því tilefni að Óli Reynir Ingimarsson er að vinna sinn síðasta starfsdag eftir liðlega hálfrar aldar starf.

Óli Reynir stofnaði Vélsmiðjuna Þrist 1986 og rak fyrirtækið þar til dóttir hans Aðalheiður og tengdasonur Kristinn Mar Einarsson tóku við fyrirtækinu fyrir nokkrum árum.

Óli Reynir verður sjötugur þann 26. janúar næstkomandi og hyggst setjast í helgan stein og ef til vill að verja meiri tíma í golfið.

Aðalheiður vildi þakka Óla Reyni kærlega fyrir samstarfið á liðnum árum og óska honum velfarnaðar í framtíðinni.

Óli Reynir ásamt Ívari Svanbergssyni samstarfsmanni sínum til margra ára.

DEILA