Vegagerðin með fund um vetrarþjónustu

Vegagerðin stendur fyrir fundi á morgun miðvikudaginn 18. janúar kl. 09.00-10.15.

Fyrirkomulag vetrarþjónustu og starfsemi vaktstöðvar Vegagerðarinnar verða til umfjöllunar og fulltrúar ferðaþjónustufyrirtækja lýsa reynslu sinni af starfseminni um vetur á Íslandi.

Stöðugt er kallað eftir aukinni þjónustu við vegakerfið að vetri. Atvinnusókn á landsbyggðinni hefur breyst og fólk sækir í meiri mæli vinnu milli bæjarfélaga. Þessi samfélagsbreyting kallar á aukna þjónustu við vegakerfið.

Miklu skiptir einnig að afurðir og vörur komist klakklaust milli landshluta, þrátt fyrir hálku og fannfergi. Aukinni áherslu á vetrarferðamennsku fylgja einnig nýjar áskoranir.

Vegagerðin sinnir vetrarþjónustu á stórum hluta vegakerfis landsins utan þéttbýlis.

Þessum morgunfundi er ætlað að útskýra hvernig vetrarþjónustan fer fram og fá fram fleiri sjónarmið á þá þörf sem er fyrir vetrarþjónustu í þjóðfélaginu.

Morgunfundurinn verður haldinn í húsnæði Vegagerðarinnar, Suðurhrauni 3 í Garðabæ.

Fundinum verður einnig streymt á vef Vegagerðarinnar, www.vegagerdin.is 

DEILA