Slökkvilið Ísafjarðar: 29 útköll á síðasta ári

Slökkvistöð Ísafjarðar. Mynd: Ísafjarðarbær.

Slökkvilið Ísafjarðar var kallað út 29 sinnum á síðasta ári. Enginn stóreldur eða stórtjón var á svæði slökkviliðsins árið 2022.

Fjórir starfsmenn eru í fullu stafi hjá Slökkviliði Ísafjarðarbæjar. Þeir sinna öllum störfum sem inn á borð kemur til slökkviliðs, s.s. sjúkraflutningum, eldvarnareftirliti, slökkvitækjaþjónustu, auk þess er að skipuleggja æfingar og endurmenntun fyrir aðra slökkviliðs og sjúkraflutningamenn. Í slökkviliðinu eru starfandi 55 slökkviliðsmenn, 25 á Ísafirði, og tíu á útstöðvum á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri.

Þetta kemur fram í nýbirtri ársskýrslu slökkviliðs Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2022.

Slökkviliðið sinnir einnig sjúkraflutningum. Í 45 skipti voru fleiri en einn sjúkrabíll í verkefni á sama tíma. Mörg útkallanna voru alvarleg sem reyndi mikið á sjúkraflutningsmenn og vettvangsliða segir í ársskýrslunni. Starfsstöðvar sjúkraflutninga eru tvær; á Ísafirði og Þingeyri.

Slökkvistöðin uppfyllir ekki kröfur

Um slökkvistöðina segir í skýrslunni að mjög mikil þörf er á nýrri slökkvistöð þar sem núverandi uppfyllir á engan hátt nútíma kröfur.

Við úttekt á stöðinni frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun komu í ljós nokkur atriði sem þarf að lagfæra. Þak slökkvi-stöðvar lekur og er virkilega kominn tími á viðhald. Vegna plássleysis á slökkvistöð er t.d. ein kerra í geymslu á Ísafjarðarflugvelli. Sérstaklega þarf að bæta við búnings- og baðaðstöðu, bæði karla og kvenna. Slökkvilið hafa leigt gáma og komið fyrir á lóð við hlið slökkvistöðva til að leysa þetta tímabundið.

Innkaup slökkviliðs á árinu eru m.a. tvær nýjar dælukerrur sem fóru á Suðureyri og Flateyri, einnig ein Toyota 4×4 þjónustubifreið. Slökkvilið og garðyrkjudeild áhaldahúss eru með same iginlegan sendibíl. Slökkvilið er með hann í átta mánuði á ári og garðyrkjudeild í fjóra mánuði.

Slökkviþjálfara námskeið var haldið á Húsavík. Fjórir slökkviliðsmenn fór á það og sjá um alla þjálfun allra slökkviliðs-manna og eru að bæta við útstöðvum í Súðavík og Bolungarvík.

Viðhald á bílum er stór kostnaður á hverju ári, allir bílar slökkviliðsins eru að eldast og brýnt er að ráðast í innkaup nýjum 10 tonna vatnstankbíl. Þetta er og verður bíll númer eitt í gróðureldum sem eru alltaf að verða stærri og stærri ógn. Slíkur bíll er kominn inn á framkvæmdaráætlun 2024.

DEILA