Lögreglan á Vestfjörðum hefur sent frá sér veðurviðvörun.
Þar segir: Verðurspáin fyrir næstu tvo sólarhringana er með þeim hætti að búast má við truflun á samgöngum á Vestfjörðum næstu tvo sólarhringana eða svo. Ef veðurspáin gengur eftir má búast við að vegir milli byggðakjarna lokist og ekki verði hægt að halda þeim opnum. En spáð er snjókomu og töluverðum vindi.
Ofanflóðavakt Verðurstofunnar hefur metið sem svo að aukin hætta á ofanflóðum ofan vegarins milli Ísafjarðar og Súðavíkur aukist sem og ofan Flateyrarvegar ef spáin gengur eftir. Gefnar verða út viðvaranir vegna þessa.
Að ósk lögreglunnar á Vestfjörðum mun varðskipið Þór halda til Vestfjarða og verður það komið á Patreksfjarðarflóa ekki seinna en um hádegið á morgun. Það verður viðbragðsaðilum til stuðnings ef á þarf að halda meðan þetta veður gengur yfir.
Eins og staðan er nú er ekki talin hætta á ofanflóðum yfir byggð.
Hvatt er til þess að þeir sem þurfa að fara milli staða geri það á þjónustutíma Vegagerðarinnar og hugi að ástandi vega áður en lagt ef af stað.