Ísafjarðarhöfn: 1.008 tonna afli í desember

Átta skip og bátar lönduðu samtals 1.008 tonna afla íÍsafjarðarhöfn í desember 2022. Að auki kom norska flutningaskipið Silver Bird með 1.243 tonn af rækju sem skipað var upp á Ísafirði.

Tveir bátar lönduðu rækju, sem veidd var í Ísafjarðardjúpi. Halldór Sigurðsson ÍS kom með 41 tonn og Egill ÍS 8 tonn.

Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson ÍS landaði einu sinni í mánuðinum 200 tonnum af afurðum. Ísfisktogararnir Stefnir ÍS og Páll Pálsson ÍS fóru báðir 4 veiðiferðir í desember. Afli Stefnis ÍS var 245 tonn og Páll Pálsson ÍS var með 340 tonn. Útgerð Stefnis ÍS hefur nú verið hætt vegna minnkandi kvóta fyrirtækisins HG.

Þrír aðkomutogarar á botnvörpu lönduðu í desember í Ísafjarðarhöfn einu sinni hver. Jóhanna Gísladóttir GK 71 tonn, Frosti ÞH 51 tonn og Pálína Þórunn GK 50 tonn.