Hafísinn er um 60 sjómílur frá Straumnesi

Í morgun þriðjudaginn 10. jan. 2023 bárust Veðurstofunni SAR mæligögn frá stærstum hluta Grænlandssunds og var hafískort teiknað eftir þeim gögnum.

Greina mátti megnið af meginísröndinni og mældist hún í um 60 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Stakir jakar eða rastir geta legið handan meginlínunnar nær landi.

Fyrir einni viku var meginísröndin um 45 sjómílur norðvestur af Gelti þar sem hún var næst landi.

Spáð er norðaustanátt á Grænlandssundi alla vikuna og hafísinn ætti því ekki að færast nær landi af völdum vinds.