Bíó Paradís: Heimildarmynd um björgunarafrekið við Látrabjarg

Sunnudaginn 29. janúar næstkomandi klukkan 15:00 verða sýndar tvær magnaðar heimildamyndir í Bíótekinu (sýningaröð Kvikmyndasafns Íslands) í Bíó Paradís í Reykjavík. Það eru myndirnar Eldeyjan eftir þá Pál Steingrímsson, Ásgeir Long og Ernst Kettler og Björgunarafrekið við Látrabjarg eftir Óskar Gíslason.

Kvikmyndasafn Íslands hefur áhuga á því að ná til Vestfirðinga sem hefðu áhuga á þessum viðburði og sjá Björgunar-afrekið en Kvikmyndasafnið gerði myndina upp nýlega.

Í kynningu á heimildarmyndinni um björgunarrafrekið við Látrabjarg árið 1949 segir:

Myndin segir frá því þegar meðlimir í björgunarsveitinni Bræðrabandinu undir stjórn Þórðar frá Látrum björguðu breskum skipbrotsmönnum af togaranum Dhoon árið 1947 eða fyrir 75 árum. Óskar Gíslason var við tökur veturinn 1948 til að kvikmynda leikna heimildamynd um afrekið þegar fréttir bárust af því að breski togarinn Sargon hefði strandað í aftakaverði í Patreksfirði. Þustu menn á staðinn til aðstoðar, þar á meðal Óskar Gíslason með myndavélina. Þannig varð kvikmynd Óskars að raunverulegri heimildamynd um samtakamátt sveitunga við erfið björgunarstörf við hrikalegar aðstæður. Myndin var gefin út á fjölda tungumála og sýnd víða um heim.

https://bioparadis.is/kvikmyndir/eldeyjan-og-bjorgunarafrekid-vid-latrabjarg/

DEILA