Baldur: seinni ferð á morgun aflýst

Vegna slæmrar veðurspár á morgun, mánudaginn 30.janúar 2023 hefur fyrri ferð Baldurs verið flýtt.

Stefnt er að því að sigla skv. neðangreindu svo framarlega sem veðurspáin gangi eftir.

Frá Stykkishólmi kl. 6:00

Frá Brjánslæk kl 9:00

Auk þess er seinni ferðin aflýst.

Í tilkynningu Vegagerðarinnar nú kl 18:30 sunnudag um færð á vegum á Vestfjörðum segir að hálka, hálkublettir eða snjóþekja sé á helstu leiðum. Flughált er á Barðaströnd og ófært um Dynjandisheiði og norður í Árneshrepp.

Veðurstofan hefur gefið út veðurviðvörun fyrir morgundaginn. Frá miðjum degi á morgun er spáð austan hvassvirði eða stormi og annað kvöld er appelsínugul viðvörðun vegna austan storms eða roks.

DEILA