Arnarlax: skoða hafnargerð í Arnarfirði

Björn Hembre forstjóri Arnarlax.

Arnarlax er að skoða möguleika á hafnargerð í Arnarfirði á a.m.k. tveimur stöðum og hafa forsvarsmenn fyrirtækisins rætt það við Örnu Láru Jónasóttur, bæjarstjóra í Ísafjarðarbæ.

Í Borgarfirði í Arnarfirði, nánar tiltekið hjá Mjólká er Arnarlax ásamt öðrum að skoða möguleikann á því að endurgera höfn á því svæði. Björn Hembre, forstjóri Arnarlax segir að svo virðist vera að það gæti hagnast fleirum en fiskeldinu eins og til dæmis ferðamanna iðnaði. Samskipti hafa verið við Orkubú Vestfjarða og Ísafjarðabæ vegna þessa.

Varðandi aðra staði í Arnarfirði, þá er verið að skoða ýmsa möguleika á að koma upp annarri höfn í firðinum.


„Bæði þessi mögulegu verkefni eru fyrst og fremst til að hámarka smitvarnir og tryggja öryggi á milli eldissvæða. Einnig mun það eins og áður hefur komið fram hagnast fleiri aðilum í firðinum. Í dag er einungis ein höfn í Arnarfirði og mun það koma til með að vera takmarkandi þáttur í framtíðar þróun fiskeldis á svæðinu.“ segir Björn Hembre.

DEILA