Í dag eru vetrarsólstöður og á morgun fer daginn að lengja á ný.
Sólstöður eða sólhvörf er sú stund þegar sól fer lengst frá miðbaug himins til norðurs eða suðurs.
Sólstöður eru tvisvar á ári, sumarsólstöður á tímabilinu 20.-22. júní, þegar sólargangurinn er lengstur og vetrarsólstöður 20.-23. desember, þegar hann er stystur.
Hann er því ekki langur birtutíminn í dag. Samkvæmt sólargangstöflu Veðurstofu Íslands birtir á Ísafirði klukkan 10:27 í dag og myrkur er klukkan 16:35.