Uppbyggingarsjóður Vestfjarða: úthlutaði 43,3 m.kr. í 62 styrkjum

Úthlutað hefur verið úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða vegna verkefna sem koma til framkvæmda á árinu 2023. Alls bárust 103 umsóknir og fengu 62 þeirra styrkvilyrði. Árangurshlutfall var þannig 60% sé miðað við fjölda umsókna. Úthlutað var 43,3 m.kr. og þau verkefni sem fengu styrk fengu 40% af því sem sótt var um.

Sjö stofn- og rekstrarstyrkir voru veittir samtals að fjárhæð 8,5 m.kr.

Til atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna voru veittir 22 styrkir samtals að fjárhæð 16,5 m.kr. Galdur Brugghús á Hólmavík fékk hæsta styrkinn 2.250.000 kr. Hvítisandur-sjóböð í Önundarfirði fékk 1.500.000 kr. Tvö önnur verkvefni fengu einnig 1.5 m.kr styrk. Það eru Seeds of change:Seaweed farming for everyone og dropi fyrir börn.

Til menningarverkefna voru veittir flestir styrkir eða 33 samtals að fjárhæð 18.290.000 kr. Hæstan styrk fengu Menningarviðburðir í Edinborgarhúsinu 1,5 m.kr., Act alone 2023 1,2 m.kr. og The Pigeon International Film Festival 1,1 m.kr.