Þingeyri: þrjár umsóknir um Gramsverslun

Þrjár umsóknir bárust frá áhugasömum aðilum sem vildu taka yfir húsnæðið að Vallargötu 1 á Þingeyri, Gramsverslun, með þeim kvöðum að húsið verði gert upp, en auglýst var í október. Auk þess bárust tvö erindi sem ekki voru metnar sem fullgildar umsóknir.

Eftirtaldir aðilar lýstu yfir áhuga fyrir Gramsverslun:
Garðar Einarsson f.h. Ankor ehf. tölvup. dags. 30. okt. ásamt fylgiskjali dags. 26.10.2022
Kjartan Ingvarsson tölvup. dags. 24. okt. sl., ásamt fylgiskjali dags. 24. okt.
Goði Gunnarsson tölvup. án fylgiskjals dags. 20.10.2022
Sigurður G. fyrirspurn í tölvup. 4. nóv,
Högni Stefán hogni@arcticplank.is tölvup. án fylgiskjala 8. nóv. 2021.

Í minnisblaði sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs er lagt mat á umsóknirnar á þann veg að notkun mannvirkis m.t.t. samfélags og atvinnumála hafði vægið 40%, framtíðarsýn (vægi 25%), tímalína verkefnis (vægi 15%) og verkáætlun (vægi 15%).

Umsóknir Kjartans og Garðars þóttu bestar og þó umsókn Kjartans betri og“ skýrist það af skýrari framtíðarsýn
varðandi notkun hússins og með hliðsjón af bæjarmynd og mannlífs. Umsókn Garðars er með betri verkáætlun, sem þó hefur ekki sama vægi og samfélagslegur ávinningur og framtíðarsýn. Þar skýrist munur á heildarstigaskori umsækjenda.“

Niðurstaðs bæjarráðs er að leggja til við bæjarstjórn að gengið verði til samninga við Kjartan Ingvarsson, f.h. Fasteignafélags Þingeyrar ehf., um að yfirtaka Gramsverslun að Vallargötu 1 á Þingeyri.

DEILA