Sjóferðir: farþegagjald verður leiðrétt

Ísafjarðarhöfn.

Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarhafna segir að rætt hafi verið við Sjóferðir á Ísafirði um skil á farþegagjaldi og það verði leiðrétt.

Sjóferðir skilaði til hafnasjóðs farþegagjaldi fyrir 4.940 farþega sem fyrirtækið hafi flutt á þessu ári, en framkvæmdastjóri fyrirtækisins hefur gefið það út að fjöldi farþega hafi verið um 15.000.

Gjaldið er 190 kr fyrir hvern fullorðinn farþega og 150 kr fyrir fareega að 12 ára aldri. Munurinn á uppgefnum tölum um fjölda farþega og því sem skilað var gjaldi af er um 10.000 farþegar. Miðað við að allir hafi verið orðnir 12 ára nemur munurinn um 1,9 m.kr. sem hafnarsjóður fær til viðbótar í tekjur af farþegagjaldi.

Önnur fyrirtæki sem skiluðu farþegagjaldi voru Borea adventure ( Skútusiglingar ehf) með 3.699 farþega og Amazing Westfjord með 750 farþega, auk erlendu skemmtiferðaskipanna, sem skiluðu farþegagjaldi af 86.286 manns samtals 16.394.340 kr.

DEILA