Rekstri upplýsingamiðstöðvar á Þingeyri verður hætt

Salthúsið á Þingeyri. Mynd:Ragnheiður Laufey Önnudóttir.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur ákveðið að rekstri upplýsingamiðstöðvar á Þingeyri verði hætt. Handverkshópurinn Koltra hefur annast reksturinn undanfarin ár og óskaði eftir framlengingu samningsins og hækkunar á 750.000 kr ársrgeiðslu.

Menningarmálanefnd  Ísafjarðarbæjar lagðist gegn framlengingu samningsins með þeim rökum að forsendur fyrir rekstri upplýsingamiðstöðva almennt í þeirri mynd sem þær hafa verið reknar séu ekki lengur fyrir hendi, m.a. með tilkomu stafrænnar tækni og aukinnar netvæðingar.

Hins vegar fól bæjarráðið bæjarstjóra að endurnýja leigusamning við Koltru um aðstöðu í Salthúsinu á Þingeyri til næstu þriggja ára, þó með lægri leigu, og leggja fram til samþykktar í bæjarstjórn.

DEILA