Landvarðanámskeið í febrúar

Umhverfisstofnun auglýsir landvarðanámskeið 2023. Þátttaka í námskeiðinu veitir réttindi til að starfa sem landvörður. Menntaðir landverðir ganga alla jafna fyrir við ráðningar í störf.

Námskeiðið hefst 2. febrúar og lýkur 26. febrúar. Kennt er um helgar milli kl. 9 og 14 og á fimmtudags- og föstudagskvöldum frá kl. 17.

Námskeiðið er fjarkennt á Teams þrjár helgar en ein staðlota verður í náminu og stendur hún frá miðvikudags eftirmiðdegi og fram á sunnudag. Staðlota er vettvangsferð haldin úti á landi og er skyldumæting í hana. 

Gert er ráð fyrir töluverðri heimavinnu til viðbótar við mætingarskyldu á fyrirlestra og umræðufundi. Fyrirlestrar verða teknir upp en nemendur sem missa af umræðum vinna verkefni í stað umræðnanna.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Umhverfisstofnunar eða hjá Kristínu Ósk Jónasdóttur, sérfræðingi í teymi náttúruverndarsvæða norður.

.

DEILA