Ísafjörður – Aparóla, ærslabelgur og hengirúm

Hluti af forhönnun Gamla gæsló.

Unnið er að hönnun leiksvæðis fyrir börn og unglinga á svæði sem gengur gjarnan undir nafninu „Gamli gæsló“ og er við hlið Safnahússins á Ísafirði.

Stefnt er að að leiksvæði verði sett upp á árinu 2023.

Forhönnun svæðisins liggur nú fyrir og óskar skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar eftir athugasemdum og ábendingum frá almenningi er varðar hönnunina. Athugasemdir skulu berast í fyrir 20. janúar 2023.

DEILA