Húsgagnahöllin Ísafirði: Grétar hættir í dag

Egill færir Grétari blómavöndinn. Mynd: Brian Lynn Thomas.

Nú um áramótin lýkur Grétar Sigurðsson störfum sem verslunastjóri Húsgagnahallarinnar á Ísafirði eftir sextán ár. Áður rak hann verslunina Húsgagnaloftið og samtals hefur hann því verið í rúm þrjátíu og sex ár með húsgagnarekstur á Ísafirði.

Af því tilefni var Grétari færður þakklætisvottur og blómavöndur. Egill Reynisson, framkvæmdastjóri sagði af því tilefni:

“ Við Grétar höfum starfað saman lengi og það sem ég verð að segja að það er aðdáðunarvert hve Grétar hefur haldið vel um taumana. Árið 2005 þegar Húsgagnaloftið var að loka þá hafði Grétar samband við okkur um áframhald á verslun að Skeiði, við þekktum til Grétars og vildum taka þátt í þessu með honum og halda uppi þeirri mikilvægu þjónustu sem verslunin er.  Það verður mikill missir af Grétari og þökkum við honum fyrir vel unnin störf um leið og við fögnum því að hafa fundið nýjan aðila til að taka við af Grétari en hann heitir Brian Lynn Thomas. Við þökkum Grétari fyrir vel unnin störf og óskum honum velfarnaðar í golfinu.

” .

DEILA