Háskaför á Snæfellsjökli

VTK bóka- og handveksútgáfa í Bolungarvík hefur gefið út bókina Háskaför á Snæfellsjökli.

Höfundur bókarinnar er Þorsteinn G. Þorsteinsson framhaldsskólakennari sem hefur kennt við Menntaskólann á Ísafirði og við Fjölbrautaskólann á Suðurnesjum.

Þarna er á ferðinni sakamálasaga sem gerist í Reykjavík og á Snæfellsnesi í desember mánuði að einhverjum árum liðnum.

Í kynningu á bókinni segir:

Á ísköldum slóðum Snæfellsjökuls er sjávarþorpi Hellisvík með sín gjöfulu fiskimið. Í sjávarmálinu í einni víkinni út á Snæfellsnesi finnst óhuggulegt lík ungrar stúlku. Rannsóknarlögreglufólk af höfuðborgarsvæðinu er kallað til. Það eina sem það hefur í höndunum eru torkennilegar tölur í plasti sem fórnarlambið hafði falið innan klæða. Á meðal íbúanna kann að finnast kaldrifjaður morðingi eða kannski fleiri sem leika tveimur skjöldum? Rannsóknarfólkið færist nær sannleikanum í bölvanlegum talnaleik þar sem líf þeirra sjálfra er í hættu því enginn veit hvert verður næsta fórnarlamb.

DEILA