Gott að eldast

Gott að eldast er aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk.

Markmiðið með áætluninni er að ná að flétta saman þeirri þjónustu sem snýr að eldra fólki, hvort sem um ræðir heimaþjónustu á vegum sveitarfélaga eða heilbrigðisþjónustu – með það að leiðarljósi að það eigi að vera gott að eldast á Íslandi.

Aðgerðaáætluninni er skipt í fimm þætti: Samþættingu þjónustu, virkni, upplýsingu, þróun og heimili.

Þar að auki verður ráðist í aðgerðir sem hverfast um sveigjanleika í þjónustu, heilbrigða öldrun með alhliða heilsueflingu, og betri aðgang að ráðgjöf og upplýsingum.

Heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk er eitt af forgangsverkefnum ríkisstjórnarinnar líkt og fram kemur í stjórnarsáttmála.

Aðgerðaáætlunin er til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda fram til 23. janúar 2023. Að loknu samráðsferli verður hún lögð fram sem tillaga til þingsályktunar á vorþingi 2023.

DEILA