Fell sem piparkökuhús

Einn af þeim sem bakar piparkökuhús í Svíþjóð er tengdur Ísafirði traustum böndum.

Hann Gunnar Ásgeirsson fékk góða aðstoð frá dætrum sínum þeim Elísabet og Emblu við að baka þessa glæsilegu eftirlíkingu af Felli á Ísafirði.

Fyrir þá sem það vilja vita er Gunnars sonur Sólveigar Guðnadóttur og hún er dóttir hjónanna Guðrúnar Veturliðadóttur sem vann lengi á sjúkrahúsinu og Guðna Ingibjartar sem vann í fiskbúðinni í Sólgötu og svo í Íshúsfélagi Ísfirðinga.

Gunnar hefur gert piparkökubyggingar á hverju ári, skemmtilegar og mjög metnaðarfullar, eins og sést hér.


Fell íbúðar- og verslunarhús – Hafnarstræti 3 – brann 1946

DEILA