70 prósent íbúa á landsbyggðinni aka á nagladekkjum

Í frétt á heimasíðu Félags íslenskra bifreiðaeigenda kemur fram að ríflega 54% aðspurðra í könnun sem Maskína stóð fyrir aka á ónegldum vetrardekkjum yfir veturinn og hefur þeim fjölgað um 6 prósentustig á milli ára.

Umtalsverðan mun er að sjá eftir búsetu fólks en rétt rúmlega 30% þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu aka um á nagladekkjum yfir veturinn en íbúar á landsbyggðinni nota þau í mun meiri mæli (68%). Mest er notkunin meðal Norðlendinga en rétt um 83% þeirra aka á nagladekkjum yfir veturinn.

Nokkur umræða hefur verið um notkun nagladekkja að undanförnu og hver áhrif notkun þeirra eru á bæði loftgæði og umferðaröryggi. Maskína hefur frá árinu 2020 spurt lansdmenn um vetrardekkjanotkun þeirra og í ár má sjá nokkra breytingu.

DEILA