Ný sálmabók tekin í notkun

Stór dagur var í kirkjum landsins sunnudaginn 13. nóvember, en þá var ný sálmabók formlega tekin í notkun.

Mikil vinna liggur að baki útgáfunni, en í sálmabókinni eru 795 sálmar og er mikil breidd í vali á sálmunum.

Í bókinni eru kjarnasálmar kirkjunnar ásamt nýjum sálmum sem margir hafa orðið til á síðustu árum.

Sálmarnir endurspegla fjölbreytt helgihald kirkjunnar við mismunandi aðstæður, lög sálmanna sýna afar fjölbreyttan tónlistarstíl. Öll lögin eru hljómsett.

Biskup Íslands flutti bæn og blessun í Dómkirkjunni og Sr. Ragnar Gunnarsson framkvæmdastjóri Kristniboðssambandsins predikaði í tilefni af árlegum kristniboðsdegi.

Fulltrúar úr sálmabókarnefndinni taka þátt í guðsþjónustunni og afhentu Biskupi Íslands fyrsta eintakið á formlegan hátt.

DEILA