Ísafjarðarhöfn: 1.410 tonn landað í október

Páll Pálsson ÍS í Ísafjarðarhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Alls var landað 1.410 tonnum í Ísafjarðarhöfn í síðasta mánuði. Þar af voru 388 tonn af frystri rækju af Silver Framnes NO. Þrír togarar, sem allir voru á botntrolli lönduði samtals 1.022 tonnum af boltnfiski.

Páll Pálsson ÍS landaði 306 tonnum, Jóhanna Gísladóttir GK var með 286 tonn og Júlíus Geirmundsson ÍS landaði 154 tonnum af afurðum.

DEILA