Ísafjarðarbær: ráðning hafnarstjóra trúnaðarmál

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar. mynd: isafjordur.is

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar afgreiddi í gær tillögu frá Örnu Láru Jónsdóttur um næsta hafnarstjóra. Tillagan var lýst trúnaðarmál og slökkt á upptöku af fundinum. Ekki kemur fram í upptökunni hvernig tillögunni reiddi af né það hvern lagt var til að yrði ráðinn.

Skýringar sem gefnar voru óformlega eru þær að ekki væri búið að semja við viðkomandi einstakling.

DEILA