Ísafjarðarbær: bæjarstjóri vill hækka húsaleigu og selja Bakkaskjól og Félagsheimilið á Flateyri

Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ lagði fram á fimmtudaginn breytingartillögur við tillögu að fjárhagsáætlun næsta árs fyrir Ísafjarðarbæ. Tillögurnar og fjárhagsáætlunin verða rædda milli bæjarstjórnarfunda og koma til afgreiðslu þegar síðari umræða fer fram, sem væntanlega verður á næsta bæjarstjórnarfundi.

Það er óvenjulegt að bæjarstjóri, sem leggur fram fjárhagsáætlunina, flytji samhliða breytingartillögur við eigin fjárhagsáætlun. Annað sem er óvenjulegt er að breytingartillögurnar eru birtar en fjárhagsáætlunin, sem er aðaltillagan fæst ekki afhent né er birt og verður ekki fyrr en bæjarstjórn hefur afgreitt tillögurnar. Það er því ekki vitað hvað felst í tillögunni að fjárhagsáætlun fyrir næsta ár.

Meðal þess sem bæjarstjóri leggur til er að :

upplýsingamiðstöð verði lögð niður í núverandi mynd og verkefnin verði færð undir hafnarskrifstofur. Gerðar verði ráðstafanir varðandi starfsmenn, og þeir fluttir til í starfi.

leiguverð á þjónustuíbúðum, íbúðum í eigu Fastís, og aðrar eignir Eignasjóð endurspegli raunkostnað svo þær standi undir sér.

bæjarstjóri verði að samþykkja allar nýráðningar og að settar verði ráðningarreglur sem ganga út á það að rýna í hverja starfsstöð og sjá hvort að mönnun sé í takt við þarfir. Eftir atvikum svo, þegar störf losna, að rýna vel hvort þurfi að endurráða í þau.

bæjarstjóra verði heimilt að setja Bakkaskjól í Hnífsdal, Suðurtanga 2 á Ísafirði og félagsheimilið á Flateyri á sölu.

könnuð verði hagkvæmni þess að bjóða út / endurskipuleggja matarþjónustu og ræstingar.

DEILA