Íbúafjölgun: Bolungavík nálgast 1.000

Bolungavík.

Íbúuum að Vestfjörðum hefur fjölgað um 2,2% frá 1. desember 2021 til 1. nóvember 2022 og voru þá 7.365. Fjölgunin nemur 161 manns á þessu 11 mánaða tímabili.

Íbúum í Bolungavík hefur fjölgað um 32 frá 1. desember 2021 og voru um síðustu mánaðamót orðnir 987. Mest hefur fjölgunin orðið í Vesturbyggð. Þar fjölgaði íbúum um 41 og voru 1.172 þann 1.11. 2022. Í Ísafjarðarbæ fjölgaði um 34 og eru íbúar sveitarfélagsins 3.875. Þá var veruleg fjölgun í Súðavík eða um 25 manns og eru 238 búsettir þar.

Hlutfallsleg fjölgun var hins vegar mest í Súðavík eða 11,7%, því næst í Árneshreppi 7,3% og 5,5% í Tálknafjarðarhreppi.

Yfirlit yfir íbúafjölda á Vestfjörðum.

DEILA