Bolungavík: samningur um stefnumótun fyrir Bolafjall

Útsýnispallurinn á Bolafjalli í ágúst 2022. 15 m.kr. kosta framkvæmdir við bílastæði og aðstöðu skv. áætlun. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Bolungavíkurkaupstaður hefur gert samning við Cohn & Wolfe Íslandi ehf. vegna stefnumótunar fyrir áfangastaðinn Bolafjall. Vinnuheitið á stefnumótuninni verður útsýnispallur á Bolafjalli. Unnin verður greining á óþekktum styrkleikum (gagnvart erlendum ferðamönnum sérstaklega) sem tengjast útsýnispallinum á Bolafjalli. Í stefnumótuninni verður tekin fyrir framtíðarsýn, slagorð, gildi, markmið og leiðarljós og fleira sem varðar boðmiðlun svo sem litapalletta, leturgerð og þróun boðbera. Meðal annars verður þróað nýtt logo fyrir „útsýnispall á Bolafjalli.“

Kostnaðurinn er um 3 m.kr. og verktíminn er áætlaður 4 vikur sem hægt er að vinna á næstu 10 vikum.

DEILA