Matvælaráðherra: ekki þörf á reglum um uppruna eldislax

Fram kemur á Alþingi í svari Svandísar Svavarsdóttur, Matvælaráðherra við fyrirspurn frá Brynju Dan Gunnarsdóttur varaþingmanni að vegna gildandi löggjafar um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, sem tryggja að neytendum skuli greint frá upplýsingum sem almennt má telja að skipti þá máli, þá telur ráðherra ekki þörf á að setja sérstakar reglur um tilgreiningu á upprunalandi eða upprunastað eldislax. Ef upprunaupplýsingar um eldislax eru taldar skipta máli fyrir neytendur þá ber fyrirtækjum að greina frá þeim, að öðrum kosti gætu viðskiptahættirnir talist villandi.

Spurt var : Hyggst ráðherra setja reglur um tilgreiningu á upprunalandi eða upprunastað eldislax sem seldur er á Íslandi? Ef ekki, hver eru rökin fyrir því að gera það ekki?

Neytendastofa, undir yfirstjórn menningar- og viðskiptaráðherra, fer með eftirlit samkvæmt lögunum.

DEILA