Ísafjarðarbær – Akstursstyrkir vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna

Íþróttahúsið Torfnesi þar sem næsta KSÍ þing verður haldið.

Ísafjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um akstursstyrki vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna árið 2021.

Styrkirnir eru til handa foreldrum barna og unglinga á grunnskólaaldri sem eiga lögheimili í Dýrafirði, Súgandafirði og Önundarfirði og taka þátt í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi í Ísafjarðarbæ.

Aðeins er veittur einn styrkur á hvert heimili á ári, óháð fjölda barna.

Ekki er greiddur út styrkur til barna og unglinga sem eiga lögheimili í Skutulsfirði þar sem frístundarúta milli Skutulsfjarðar og Bolungarvíkur þjónar þeim.

Upphæð styrks fyrir heimili er 30.000 kr. á ári og síðasti dagur til að skila umsókn um styrk fyrir árið 2022 er 30. nóvember.

DEILA