Hörður leikur við Selfoss og styður Bleiku slaufuna

Stefán Már Arnarsson og Þráinn Ágúst Arnaldsson

Hörður frá Ísafirði, sem leikur í ár í fyrsta skipti í Olís-deild karla, ákvað að láta gott af sér leiða og styrkja starfsemi Bleiku slaufunnar og Krabbameinsfélagið Sigurvon með framleiðslu bleikrar treyju.

Um ástæður þess að þeir Stefán Már Arnarsson og Þráinn Ágúst Arnaldsson beittu sér fyrir þessu átaki segir Þráinn að amma Stefáns hafi greinst með brjóstakrabbamein og amma mín lést úr brjóstakrabbameini þegar ég var lítill krakki og ég fékk aldrei að kynnast henni og móðir mín fékk svo brjóstakrabbamein líka rétt fyrir Covid 2020. Þetta er bara verkefni og hlutir sem standa okkur mjög nærri.

Næsti leikur liðsins er við Selfoss þriðjudaginn 18. október kl. 19:00 á Ísafirði.

DEILA