Breyta þarf aðalskipulagi vegna vegar um Dynjandisheiði

Myndin sýnir tvo kosti sem voru til skoðunar við skipulagsgerðina, svokallaðar D og F leiðir upp úr Dynjandisvogi, ásamt efnistökusvæðum.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum þann 20. október 2022 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, skv. 31. gr. skipulagslaga 123/2010.

Vegagerðin áformar að endurbyggja veg nr. 60 yfir Dynjandisheiði, frá sveitarfélagsmörkum í Dynjandisvog, með það að markmiði að hann nýtist sem heilsársvegur.

Aðalskipulagsbreytingin felur í sér breytingu á legu vegar nr. 60 yfir Dynjandisheiði og fjögur ný efnistökusvæði (E21-E24).

Um er að ræða veglínu D úr umhverfismati unnið fyrir Vegagerðina frá 16. mars 2020.

Fylgigögn eru greinargerð ásamt umhverfismatsskýrslu og uppdráttur, Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020. Breyting á aðalskipulagi vegna vegar um Dynjandisheiði, frá 8. júní 2022, unnið af Verkís ehf.

Tillagan er aðgengileg á vefsíðu Ísafjarðarbæjar og á skrifstofum umhverfis- og eignasviðs, 4. hæð Stjórnsýsluhúsinu frá 25. október 2022 til 7. desember 2022. Athugasemdir og ábendingar skulu berast til skipulagsfulltrúa Ísafjarðarbæjar

DEILA