Bolungavíkurhöfn: 2040 tonn í september

Ásdís ÍS 2 í Bolungavíkurhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Alls bárust rúmlega 2000 tonn að landi í Bolungavík í síðasta mánuði, sem er með því mesta sem verið hefur í einum mánuði.

Togarinn Sirrý ÍS landaði 430 tonnum eftir 5 veiðiferðir. Línubátar komu með um 500 tonn. Fríða Dagmar ÍS var með 210 tonn og Jónína Brynja ÍS 195 tonn. Róið var stíft og fór hvor bátur í 27 róðra í september. Indriði Kristins BA var með 95 tonn í 8 veiðiferðum.

Dragnótabátar öfluðu vel í mánuðinum. Ásdís ÍS var með 151 tonn en hvorki Finnbjörn ÍS né Þorlákur ÍS reru í september. Hins vegar voru bátar frá Snæfellsnesi aflasælir. Bárður SH landaði 140 tonnum, Særif SH 192 tonn, Magnús SH 178 tonn, Rifsari SH 106 tonn og Saxhamar SH 140 tonn. Samanlagður afli dagnótabáta er nærri 1000 tonn í september.

Þá má geta þess að handfærabáturinn Hjörtur Stapi landaði nærri 10 tonnum og 32 tonn komu af sjóstangveiðibátum.

DEILA