Strandabyggð: 25 m.kr. aukin framlög Jöfnunarsjóðs

Frá Hólmavík. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Tekjur Strandabyggðar aukast um 25 milljónir króna á þessu ári vegna hærra framlags úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Breyting varð á úthlutun og endurrútreikningi framlaga Jöfnunarsjóðs í apríl 2022. Útgjaldajöfnunarframlag var 111.972.400 en varð 135.600.000 kr. eftir breytinguna. Þá komu til ný framlög, annars vegar vegna nýbúafræðslu kr. 452.400 og vegna farsældar barna kr. 920.000. Samtals er tekjuaukning v. framlaga Jöfnunarsjóðs eru kr. 25.000.000.

Sveitarstjórn Strandabyggðar gerði á fundi sínum í vikunni breytingu á framlögum til framkvæmda. Lækkuð voru framlög  í nýjan inngang í eldri hluta grunnskólans, svokallaðan kennarainngang úr 25.000.000 kr. í 10.600.000 kr. Settar voru 12.000.000 kr. í tækjakaup í Íþróttamiðstöð til að kaupa nauðsynlegan tækjabúnað í stað ónýtra tækja og búnaðs sem truflar gæði þjónustunnar verulega eins og segir í fundargerð. Til félagsheimilis var ráðstafað 600.000 kr. vegna skrfstofuaðstöðu og útgjöld vegna starfsmannahalds á skrifstofu Strandabyggðar frá september til desember hækka um kr. 1.500.000.

Breytingarnar voru samþykktar með atkvæðum meirihlutans en minnihlutinn sat hjá.

DEILA