Vesturbyggð: deiliskipulagafgreitt fyrir nýtt hverfi á Bíldudal

Golfvöllurinn er við skipuagssvæðið.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar afgreiddi á miðvikudaginn deiliskipulag fyrir Hól, nýtt hverfi á Bíldudal. Deiliskipulagstillagan var auglýst með athugasemdafresti til 30. ágúst 2022. Fyrir liggja umsagnir frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðstofnun Íslands og Minjastofnun. Engar athugasemdir bárust frá almenningi á auglýsingatíma.

Á svæðinu, sem er ríflega 9 ha að stærð og liggur við íþrótta‐ og golfvöllinn á Bíldudal í landi Hóls með aðkomu frá Bíldudalsvegi er gert ráð fyrir að rísi eins til tveggja hæða byggð með fjölbreyttum húsagerðum þ.e. einbýli, par‐ og raðhús. Lögð verður áhersla á góðar göngutengingar bæði innan svæðisins og við aðliggjandi svæði, þá sérstaklega öruggar gönguleiðir til og frá Bíldudal.

Í Vesturbyggð hefur orðið talsverð fólksfjölgun á síðustu fimm árum og hefur fjölgað vel umfram landsmeðaltal og þykir því ástæða að fara í gerð deiliskipulags fyrir umrætt íbúðasvæði. Íbúar í Vesturbyggð 1.september 2021 voru 1.135 talsins og hafði fjölgað um 105 frá árinu á undan. Enn varð fjölgun næsta árið og 1. september 2022 voru íbúar í Vesturbyggð 1.166 og fjölgunin því 136 á tveimur árum.

Á svæðinu er gert ráð fyrir allt að 60 íbúðum í eins til tveggja hæða einbýlis‐, par‐ eða raðhúsum.

Í heild er fyrirhugað að byggja 56 íbúðir í deiliskipulaginu, með 24 einbýlum, 6 parhúsum, 4 raðhúsalengjum
og einu fjölbýlishúsi og svæðinu er skipt niður í 3 áfanga.

Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir 11 einbýlishúsum og 6 raðhúsum, samtal 17 íbúðum.

Skipulagssvæðið Hóll Bíldudal.

DEILA