Samband íslenskra sveitarfélaga: Nanný Arna tilnefnd í stjórn

Nanný Arna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi.

Í lok september verður haldið landsþing sambands íslenskra sveitarfélaga. Fer það fram á Akureyri að þessu sinni.

Kjörnefnd hefur kynnt tillögu sína að stjórn sem verður svo kjörin á landsþinginu. Þar er lagt til að Nanný Arna Guðmundsdóttir, Ísafjarðarbæ verði annar fulltrúa sveitarstjórnarmanna úr Norðvesturkjördæmi í stjórninni. Í stjórninni sitja tveir fulltrúar úr öllum kjördæmum landsins nema hvað Reykjavíkurkjördæmin tvö eru gerð að einu kjördæmi með þrjá fulltrúa. Samtals eru því stjórnarmenn 11 talsins. Formaðurinn hefur þegar verið kjörinn og er það Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi.

DEILA