Lögreglustjóri á Vestfjörðum: sjö umsóknir

Sjö sóttu um embætti lögreglustjóra á Vestfjörðum sem dómsmálaráðuneytið auglýsti laust til umsóknar nýverið. Umsækjendur eru eftirtaldir í stafrófsröð samkvæmt fréttatilkynningu ráðuneytisins, en þar eru einungis sex nöfn:

Einar Thorlacius lögfræðingur

Gísli Rúnar Gíslason deildarstjóri/lögfræðingur

Helgi Jensson aðstoðarsaksóknari

María Káradóttir aðstoðarsaksóknari

Sigurður Hólmar Kristjánsson aðstoðarsaksóknari

Sigurður Ólafsson aðstoðarsaksóknari

Dómsmálaráðherra skipar lögreglustjóra til 5 ára í senn og er miðað við að skipað verði í embættið frá og með 1. nóvember 2022. Sérstakri hæfnisnefnd er falið að fara yfir umsóknirnar og á nefndin að skila ráðherra rökstuddu áliti á hæfni umsækjenda.

DEILA