Jafnt hlutfall kvenna og karla í framkvæmdastjórn Hafró

Frá vinstri: Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, Hrönn Egilsdóttir og Harpa Þrastardóttir. Ljósm. Svanhildur Egilsdóttir.

Framkvæmdastjórn Hafrannsóknastofnunar hefur tekið miklum breytingum það sem af er ári með ráðningum þriggja kvenna í störf sviðsstjóra. Frá og með 1. september síðastliðnum er í fyrsta sinn jafn fjöldi kvenna og karla í framkvæmdastjórn stofnunarinnar.

Eru því alls fjór­ar kon­ur í fram­kvæmda­stjórn stofn­un­ar­inn­ar en fyr­ir ráðningu þre­menn­ing­anna var Berg­lind Björk Hreins­dótt­ir mannauðsstjóri.

Guðbjörg Ásta Ólafs­dótt­ir úr Bolungarvík var ný­lega ráðin inn sem nýr sviðsstjóri Botnsjáv­ar­sviðs en á því sviði fara fram rann­sókn­ir, vakt­an­ir, stofn­mat og ráðgjöf. Guðbjörg Ásta lauk BSc prófi í líf­fræði frá Há­skóla Íslands árið 2000 og PhD frá há­skól­an­um í St. Andrews í Skotlandi árið 2005.

Frá þeim tíma hef­ur hún lengst af unnið hjá Há­skóla Íslands, fyrst í stöðu rann­sókna­sér­fræðings, en lengst af sem for­stöðumaður við Rann­sókna­set­ur Há­skóla Íslands á Vest­fjörðum þar sem hún byggði upp sér­hæfða rann­sókn­araðstöðu til rann­sókna á strand­sjó.

Guðbjörg Ásta hef­ur fjár­magnað og stýrt fjölda­mörg­um rann­sókna­verk­efn­um á ferl­in­um og hafa rann­sókn­ir henn­ar að miklu leyti tengst vist­fræði fiska í strand­sjó.

Hrönn Eg­ils­dótt­ir tók ný­verið við sem sviðsstjóri Um­hverf­is­sviðs sem sinn­ir marg­vís­leg­um rann­sókn­um á um­hverfi hafs og vatna.

Hrönn lauk BSc í líf­fræði frá Há­skóla Íslands árið 2007, MRes frá há­skól­an­um í Plymouth í Englandi árið 2008 og PhD í jarðvís­ind­um frá jarðvís­inda­deild Há­skóla Íslands árið 2017.

Í fram­halds­námi sínu rann­sakaði Hrönn súrn­un sjáv­ar og líf­fræðileg­ar af­leiðing­ar þeirra um­hverf­is­breyt­ing­ar „sem nú eru einkar hraðar í haf­inu við Ísland“. Hrönn hef­ur starfað við stofn­un­ina á Botnsjáv­ar­sviði frá ár­inu 2017.

Harpa Þrast­ar­dótt­ir hef­ur verið ráðin inn sem nýr sviðsstjóri Sviðs gagna og miðlun­ar. Þar fara til að mynda fram sýna­tök­ur og ald­urs­grein­ing­ar, hug­búnaðarþróun og önn­ur tölvuþjón­usta stofn­un­ar­inn­ar.

Harpa er með BSc og MSc í iðnaðar­verk­fræði frá Há­skóla Íslands og starfaði áður sem gæða-, um­hverf­is- og ör­ygg­is­stjóri hjá Colas Ísland. Að auki hef­ur hún rekið Sund­skóla Hörpu og kennt sund und­ir sín­um merkj­um.

DEILA