Ísafjarðarbær tilnefnir í samstarfsnefnd um friðlandið Hornstrandir

Hornbjarg.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar leggur til að Gauti Geirsson og Andrea Harðardóttir verði fulltrúar Ísafjarðarbæjar í Hornstrandanefnd, samráðsnefnd um friðlandið á Hornströndum.

Umhverfisstofnun og Landeigendafélag Sléttu- og Grunnavíkurhrepps tilnefni hvort um sig þrjá aðila í samráðsnefnd um málefni friðlandsins. En undanfarna áratugi hefur Umhverfisstofnun óskað eftir því að tveir af fulltrúum stofnunarinnar komi frá Ísafjarðarbæ.

Samkvæmt síðustu upplýsingum var Kristín Ósk Jónasdóttir þriðji fulltrúi Umhverfisstofnunar og fulltrúar landeigenda eru Ingvi Stígsson, Margrét Katrín Guðnadóttir og Sölvi Sólbergsson.

DEILA