Ísafjarðarbær: mun Innviðaráðuneyti gera athugasemd við ráðningu bæjarstjóra?

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri.

Innviðaráðuneytið hefur sent Fjarðabyggð erindi vegna ráðningar bæjarstjóra. Málið varðar afgreiðslu á ráðningarsamningi bæjarstjóra. Í bréfi ráðuneytinu segir að álitamálið sé  hvort kjörnum fulltrúum sé heimilt að taka til máls og greiða atkvæði með ráðningarsamningi sem viðkomandi er aðili að. Svo háttar til að Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri í Fjarðabyggð er jafnframt kjörinn bæjarfulltrúi og sat hann fundinn og greiddi atkvæði í málinu.

Segir í erindinu að ráðuneytið muni leggja mat á hvort  tilefni sé til að fjalla formlega um stjórnsýslu sveitarfélagsins á grundvelli 112. gr. sveitarstjórnarlaga, sem fjallar um frumkvæði ráðuneytisins til að taka til formlegrar umfjöllunar stjórnsýslu sveitarfélags.

Í bókun bæjarráðs Fjarðabyggðar segir að haldi innviðaráðuneytið sig við að fara í slíka frumkvæðisathugun, „þá hlýtur það að taka til skoðunar afgreiðslu þessara mála hjá fleiri sveitarfélögum þar sem eðlilega sami háttur hefur verið á.“

Ísafjarðarbær er eitt þeira sveitarfélaga sem eins stendur á um. Einn bæjarfulltrúanna var ráðinn sem bæjarstjóri. Arna Lára Jónsdóttir sat fundinn þar sem ráðning bæjarstjóra var afgreidd og greiddi hún atkvæði um samningninn.

Bæjarráð Fjarðabyggðar telur ekkert athugavert við framgang málsins og segir ljóst  að vanhæfni myndast ekki þegar verið er að velja fulltrúa til trúnaðarstarfa á vegum sveitarfélagsins.

 

 

DEILA