Garðfuglar

Garðfuglar kallast fuglar sem sjást í görðum. Garður er svæði við hús eða híbýli, allt frá grasflöt eða matjurtagarði til gamalgróins trjágarðs með margar tegundir trjáa og runna.

Garðfuglar geta verið fuglar sem gera garðinn að óðali sínu yfir sumartímann, byggja sér hreiður í trjám eða undir þakskeggi og ala þar upp unga sína.

Einnig geta þetta verið fuglar sem koma í garðinn til að afla sér fæðu eða leita sér skjóls á öllum árstímum. Þetta geta verið íslenskir staðfuglar eða erlendir vetrargestir eða flækingsfuglar.

Af vefsíðunni fuglavernd.is en þar má fræðast um fugla.

DEILA