Börnin inni á kvöldin

Þann 1. september breyttust þau tímamörk sem varða heimila útivist barna. Þannig mega 12 ára börn og yngri vera úti til kl. 20:00 og börn á aldrinum 13 til 16 ára til kl. 22:00.

Þessi lög voru sett á meðal annars til að tryggja börnum næga hvíld og svefn þannig að þau væru betur í stakk búin til að takast á við námið, skipulegt íþróttastarf, tónlistarnám og önnur verkefni.

Að sjálfsögðu gilda þessi mörk ekki ef börn eru með foreldrum sínum, forráðamönnum eða eru að koma beint heim af skipulegum viðburðum svo sem skóla- íþrótta- eða æskulýðsstarfi.

Það er öllum börnum hollt að vera leiðbeint og kennt að fara eftir lögum og reglum. Það er gott veganesti út í lífið segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Vestfjörðum.

DEILA