Bjarni Jónsson: gjaldtaka í jarðgöngum ekki rædd í mín eyru

Bjarni Jónsson, alþm.

Bjarni Jónasson, alþm segir að fyrirætlanir um gjaldskrárhækkun í landsbyggðarstrætó eða önnur sérstök gjaldtaka af íbúum valdra byggðarlaga af uppgreiddum jarðgöngum eins og Vestfjörðum, sem mismunar fólki eftir búsetu og innviðaráðherra kynnti fyrr í sumar, hafa ekki verið ræddar í hans eyru og ekki teknar fyrir í Samgöngunefnd alþingis þar sem hann á sæti.

Tilefni ummælanna er samþykkt bæjarstjórnar Akraness sem mótmælir gjaldskrárhækkunum sem urðu hjá landsbyggðarstrætó síðastliðið sumar og koma sérstaklega hart niður á reglulegum notendum strætisvagna á milli Akraness og höfuðborgarsvæðisins. Við umræddar gjaldskrárbreytingar var verð á árskorti fyrir fullorðna hækkað úr kr. 140.000 í kr. 239.200.

Bæjarstjórnin mótmælir einnig „harðlega þeim fyrirætlunum að hefja að nýju gjaldtöku veggjalda í núverandi göngum, enda væri slík gjaldheimta hrein svik við fólk og fyrirtæki á Akranesi og annars staðar á Vesturlandi sem og alla notendur Vesturlandsvegar sem nú þegar hafa greitt þessa framkvæmd upp.“

DEILA