Áhrif ljósmengunar á lífverur í hafi

Föstudaginn 16. september munu Melanie Stock og Jannis Hümlming kynna rannsóknir sínar í Vísindaporti Háskólaseturs, en þar er fjallað um áhrif ljósmengunar á lífverur í hafi

Síðastliðna fimm mánuði hafa Jannis og Melanie verið búsett á Ísafirði og stundað rannsóknir í tengslum við meistaraverkefni sín, en þau eru þátttakendur í GAME verkefninu á vegum Geomar Oceanographic Institute í Kiel. 

Á hverju ári eru átta nemendur í sjávarvistfræði valdir til þátttöku í GAME verkefninu. Þar fá nemendur tækifæri til að vinna að rannsóknum fyrir meistaraverkefni sín á erlendri grundu. GAME verkefnið leggur áherslu á að auka þjálfun í skipulagningu, hönnun og framkvæmd vísindarannsókna í erlendu umhverfi. Háskólasetur Vestfjarða er einn af rúmlega 40 samstarfsaðilum og stofnunum um allan heim sem taka á móti GAME nemendum til rannsóknarvinnu.

Djúpið nýsköpunarsetur, hefur veitt þeim aðstöðu til rannsókna. Vísindalegt markmið GAME verkefnisins er að búa til alþjóðlegt gagnasafni sem nota má til samanburðar á mismunandi vistkerfum um allan heim.

Í ár er umfjöllunarefnið ljósmengun við strendur og áhrif hennar á fæðuöflun tegunda sem sýja fæði úr sjó eins og til dæmis blá kræklingur. Í þessu verkefni rannsaka GAME nemendur hvort og hvernig gerviljós/ljósmengun á nóttunni hefur áhrif á fæðuöflun og virkni tegunda sem sýja fæðu úr sjó. 

Vísindaportið er opið öllum og hefst stundvíslega klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs.

DEILA