Æfing í viðbrögðum við hópslysi á Ísafjarðarflugvelli

Ísafjarðarflugvöllur. Mynd: Isavia.

Laugardaginn 24. september nk. mun ISAVIA, Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og viðbragðsaðilar á NV Vestfjörðum æfa viðbragð við hópslysi.

Æfingin mun fara fram á Ísafjarðarflugvelli og verður flugslys sviðsett þannig að viðbragðsaðilar geti rifjað upp og æft viðeigandi viðbragð.

Það vantar leikara til að taka þátt í æfingunni þannig að hún sé sem raunverulegust.

Leitað er að fólki á öllum aldri og ekki síður fólki sem ekki talar íslensku.

Skráning hér

DEILA