Aðalfundur Eldingar: óháð nefnd rannsaki reiknilíkön Hafró

Kristján Andri Guðjónsson.

Aðalfundur smábátafélagsins Eldingar, sem starfar á norðanverðum Vestfjörðum, fer fram á að öll reiknilíkön sem Hafrannsóknarstofnun notar til ákvörðunar um ráðleggingu um heildarafla verði rannsökuð af óháðri nefnd sem í muni sitja fiskifræðingar sem ekki starfa hjá Hafró og síðan sjómenn sem stunda alls kona fiskveiðar við íslandstrendur.

„Ljóst má vera að það er himinn og haf á milli upplifunar sjómanna til dæmis á stöðu þorskstofnins og það sem Hafró leggur til að megi veiða“ segir í ályktun fundarins.

Í upphafi fundar minntist formaður Eldingar Kristján Andri Guðjónsson minnist heiðursfélaga Eldíngar Guðmundar Halldórssonar sem féll frá síðastliðið sumar. Fundarmenn risu úr sættum og vottuðu honum virðingu sína.

Gestur fundarins var Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landsambands smábátaeigenda. Hann fór yfir hin ýmsu mál sem snúa að smábátaútgerðinni. Til dæmis strandveiðar,5.3% pottinn breytingar þar, fiskiskipum í krókaflamarki fækkað, ræddi línuívilun fyrir alla, Svandís lagt fram frumvarp um grásleppuveiðar ekki vitað hvað liggur á bakvið frumvarpið, ræddi um aflareglu og vildi fá sveiganlega aflareglu, ræddi um landhelgi og áhuga útgerðarmanna smærri togara sem villja komast inn fyrir 12 mílur á fleiri veiðistöðum og fleira. Örn Pálsson villdi skoða eignarteigsl hjá stærri sjávarútvegsfyrirtækjum í óskildum greinum og nefndi að ekki væri borgað veiðigjald af  til dæmis grálúðu.

Aðalfundurinn ályktaði um margvísleg málefni tengd hagsmunum smábátaeigenda.

Þar má nefna að Elding:

styður áframhaldandi hvalveiðar við Ísland,

krefst þess að festir verði 48 dagar  við strandveiðar,

krefst þess að flotvörpuveiðar við loðnuveiðar verði tafarlaust bannaðar. Það hefur sýnt sig í aukningu grásleppuafla að þetta veiðarfæri skaðar aðrar fisktegundir segir í samþykkt aðalfundarins,

krefst þess að sömu reglur gildi um karfa og ufsa við strandveiðar og að gildi sömu reglur  um VS afla á þorski og gildir í aflamarkskerfinu,

vill óbreytta veiðistjórnun á grásleppuveiðum og hafnar hvers konar hugmyndum um kvótasetingu á grásleppu,

vill að aflamark innan 5,3% pottsins verði úthlutað með sambærilegum hætti og gert er við viðbótarheimildir í makríl og gert var með skötusel. Settar verði reglur sem verði með hámarki á hvern aðila

vill koma í veg fyrir hvers konar hugmyndir um stýrimann á dagróðrabátum sem eru undir 30 tonnum og 15 metrum,

vill að línuívilun verði sett á alla báta sem eru undir 30 tonnum og styttri en 15 metrar,

beinir því til aðalfundar Landsambands smábátaeigenda að staðinn verði vörður um þau réttindi sem smábátasjómenn hafa í dag og að Landsambandið óski eftir tilboðum í vátryggingar til handa félagsmanna innan raða þess.

Í stjórn Eldingar voru kosnir

Sigfús Bergmann Önundarsson Suðureyri, Bæríng Gunnarsson Bolungarvík, Karl Guðmundur Karlsson Súðavík, Páll Björnsson Þíigeyri, Rúnar Guðmundsson Suðureyri og Þórður Sigurvinsson Suðureyri,

Í varastjórn voru kosnir :Guðmundur Karvel Pálsson Suðureyri, Snæbjörn Friðbjarnarsson Hnífsdal og Benedikt Ólafsson Hnífsdal.

Í Stjórn Lamdsambands smábátaeigenda var kosinn Sigfús Bergmann Önundarsson frá Suðureyri.

DEILA