Reykjarfjörður: 45 tófur felldar

Í Reykjarfirði er sundlaug og ferðaþjónusta. Mynd: RUV.

Metfjöldi af tófum hefur verið skotinn í ár í Reykjarfirði í Grunnavíkurhreppi hinum forna. Sigurður Stefánsson, einn eigenda í Reykjarfirði segir að felldar hafi verið 45 tófur í sumar og hafi þær ekki áður verið fleiri. Enn gæti bæst við fjöldann þar sem vanir menn eru enn fyrir norðan og verða fram á haustið. Mest hafa hingað til 42 tófur verið felldar á einu ári.

Viljum hafa fuglalíf

Sigurður Stefánsson.

Sigurður segir að landeigendur vilji hafa fuglalíf og leggi því töluvert upp úr því að halda tófunni í skefjum. „Það er mikið fuglalíf í Reykjarfirði, mófugl, kríur og endur. Í sumar verpti gulandarpar í Reykjarfirðinum og liggur það enn á 12 eggjum. Við höfðum ekki séð þennan fugl áður sem heldur sig mest við Mývatn.“

DEILA