Núpur í Dýrafirði til sölu

Núpur í Dýrafirði hefur verið auglýst til sölu hjá fasteignasölunni Miklaborg. Um er að ræða tvær álmur með tengibyggingu. Þar eru tvær stórar íbúðir, tvær minni íbúðir, ein stúdíóíbúð og 28 herbergi með vaski. Ástand hússins, byggt 1964, er þokkalega gott, segir í auglýsingunni. Þar var síðast rekið gistiheimili árið 2020 en sú starfsemi var aflögð vegna Covid-19 faraldursins. Leyfi til veitinga- og gistiheimilisreksturs eru enn til staðar. Stærð eignanna er 2500 fermetrar. Fasteignamat 146 m.kr. og brunabótamt 887 m.kr.

Fyrirtækið HérogNú ehf keypti Núp árið 2019 fyrir 50 m.kr. af ríkinu, en staðurinn hafði verið í sölu frá 2017. Eignir sem þá voru seldar voru alls 4600 fermetrar. Gamli skólinn, skólastjórahús og heimavist (kvennavistin) og stærsta byggingin sem hýsir heimavist, kennslustofur og íbúðir. Þegar auglýst var 2017 var samanlagt fasteignamat eignanna 103,5 milljónir króna og brunabótamatið var þá 994 milljónir króna.

DEILA